Enski boltinn

Rooney: Mörkin munu koma

Wayne Rooney er afslappaður.
Wayne Rooney er afslappaður. vísir/getty
Man. Utd er aðeins búið að spila þrjá leiki á nýju tímabili en Wayne Rooney er þegar búinn að fá mikla gagnrýni.

Hann er núna orðinn fremsti maður í liði United en hefur ekki fundið sig þar í upphafi leiktíðar. Hann á enn eftir að skora og hefur ekki spilað vel.

„Ég hef átt einn lélegan leik og það eru allir að missa sig. Það hefur alltaf gerst en vonandi kemst ég í gang um næstu helgi," segir Rooney afslappaður yfir stöðu mála.

„Tímabilið er rétt að byrja. Ég er vanur gagnrýni en ég veit að mörkin munu koma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×