Enski boltinn

Rooney meðvitaður um eigin frammistöðu undanfarnar vikur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rooney í leiknum gegn Club Brugge.
Rooney í leiknum gegn Club Brugge. Vísir/Getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, segist gera sér grein fyrir því að frammistaða hans í fyrstu leikjum tímabilsins hafi ekki verið nægilega góð. 

Rooney hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur leikið sem fremsti maður í þeim öllum en lítið komist í takt við leikinn.

Er aukin pressa á Rooney í ár eftir að félagið ákvað ekki að nýta forkaupsrétt sinn á Falcao en stuttu síðar var Robin Van Persie seldur frá félaginu.

Hefur Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, aðeins úr Rooney, Javier Hernandez og James Wilson að velja í framherjastöðu liðsins.

„Ég átti einn lélegan leik og skyndilega eru allir að gagnrýna mig. Ég veit að frammistaða mín í síðustu leikjum hefur ekki verið nægilega góð en ég þarf að gleyma þessum leikjum og halda áfram. Fólk mun ekki muna eftir þessum leik í lok tímabilsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×