Íslenski boltinn

Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þjálfarateymi ÍBV voru eflaust ósáttir með þessa ákvörðun.
Þjálfarateymi ÍBV voru eflaust ósáttir með þessa ákvörðun. Vísir/ernir
Leik ÍBV og KR í Pepsi-deildinni sem átti að fara fram klukkan 18.00 verður frestað vegna þoku í Vestmannaeyjum. KR-liðið gat ekki lent flugvél sinni og þurfti liðið því að snúa til baka.

Þetta staðfesti Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, við fréttastofu 365 rétt í þessu. Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn færi fram á morgun.

Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið en þau berjast á sitt hvorum enda töflunnar.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram á mánudaginn en honum var frestað vegna þátttöku KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.