Enski boltinn

Tíðindalaust jafntefli á Vicarage Road

Tekst Dýrlinunum að taka stigin þrjú?
Tekst Dýrlinunum að taka stigin þrjú? Vísir/Getty
Watford og Southampton gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum leik á Vicerage Road í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fátt var um fína drætti en þetta var þriðja jafntefli Watford í röð.

Hvorugu liðinu hefur tekist að sigra leik á þessu tímabili en töluverðar væntingar eru gerðar til liðs Southampton eftir frábæra frammistöðu á síðasta tímabili.

Hvorugu liði tókst að skapa sér markverð tækifæri í leiknum og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.

Southampton er með 2 stig eftir leik dagsins en nýliðar Watford með 3 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×