Enski boltinn

Fyrsti sigur Chelsea á tímabilinu | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið hjá Terry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Chelsea vann 3-2 sigur á WBA í frábærum knattspyrnuleik. Fimm mörk litu dagsins ljós sem og eitt rautt spjald.

Veislan hófst strax á fjórtándu mínútu. Nemanja Matic gerðist þá brotlegur innan teigs og Mark Clattenburg, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. James Morrison steig á punktinn, en lét Thibaut Courtois verja frá sér.

Það var nýjasti leikmaður Chelsea sem kom þeim á bragðið, en Pedro kom þeim yfir eftir gott samspil á 20. mínútu. Hann lagði upp næsta mark fyrir Diego Costa tíu mínútum síðar og staðan orðin 2-0.

James Morrison náði að bæta upp fyrir vítaspyrnuklúðrið þegar hann minnkaði muninn með þrumuskoti, en Cesar Azpilicueta kom muninum aftur í tvö mörk þegar hann skoraði eftir frábæra skyndisókn.

Staðan 3-1 í hálfleik, en á tíundu mínútu síðari hálfleiks dró til tíðinda. John Terry braut þá á Jose Salomon Rondon sem var að sleppa í gegn og fékk að líta rauða spjaldið, en atvikið má sjá neðar í greininni.

Á 59. mínútu var James Morrison aftur á ferðinni, en hann skoraði þá frábært skallamark eftir fyrirgjöf Callum McManaman. 3-2, en mörkin urðu ekki fleiri og fyrsti sigur Chelsea á leiktíðinni staðreynd.

Chelsea því með fjögur stig eftir leikina þrjá sem búnir eru, en WBA er einungis með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

WBA klikkar víti: Diego Costa kemur Chelsea í 2-0: James Morrison minnkar muninn í 2-1: Azpilicueta 3-1: Terry fær rautt: Morrison minnkar muninn í 3-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×