Enski boltinn

Zabaleta frá í mánuð vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zabaleta hefur verið lykilmaður hjá Man City undanfarin ár.
Zabaleta hefur verið lykilmaður hjá Man City undanfarin ár. vísir/getty
Pablo Zabaleta, leikmaður Manchester City, verður frá keppni næsta mánuðinn vegna hnémeiðsla.

Þessi þrítugi Argentínumaður meiddist á æfingu og missir því væntanlega af næstu sex leikjum City.

Zabaleta spilaði ekki mínútu í fyrstu tveimur leikjum City á tímabilinu en hann kom seinna til æfinga en aðrir leikmenn liðsins vegna Suður-Ameríkukeppninnar, þar sem Argentína endaði í 2. sæti.

Bacary Sagna spilaði báða leikina í ensku úrvalsdeildinni og Frakkinn heldur væntanlega sæti sínu í hægri bakvarðarstöðunni næsta mánuðinn.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, getur þó huggað sig við það sem Gael Clichy og Fabian Delph eru byrjaðir að æfa aftur eftir meiðsli.

City mætir Everton í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×