Enski boltinn

Sjáðu öll sextán mörk dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sextán mörk litu dagsins ljós í leikjunum sex sem leiknir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Flest komu þau á Boylen Ground eða sjö talsins.

Sjö mörk af sextán komu í leik West Ham og Bournemouth, en þar var dramatíkin mikil. Nýliðarnir unnu þarna sinn fyrsta sigur í deildinni og Callum Wilson gerði þrennu.

Þrír leikir fóru 1-1, en Bakary Sako tryggði Crystal Palace sigur tveimur mínútum fyrir leikslok gegn Aston Villa á heimavelli.

Öll mörkin og stöðuna í deildinni má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan í lýsingu Harðar Magnússonar.

Öll úrslit og markaskorarar dagsins:

Sunderland - Swansea City 1-1

0-1 Bafetimbi Gomis (45.), 1-1 Jermain Defoe (62.).

Norwich - Stoke 1-1

0-1 Mame Biram Diouf (11.), 1-1 Russell Martin (28.).

Leicester - Tottenham Hotspur 1-1

0-1 Dele Alli (81.), 1-1 Riyad Mahrez (82.).

Crystal Palace - Aston Villa 2-1

1-0 Scott Dann (71.), 1-1 Pape Ndiaye Souare - sjálfsmark (77.), 2-1 Bakary Sako (88.)

West Ham - Bournemouth 3-4

0-1 Callum Wilson (11.), 0-2 Callum Wilson (28.), 1-2 Mark Noble - víti (48.), 2-2 Cheikhou Kouyate (53.), 2-3 Marc Pugh (66.), 2-4 Callum Wilson (80.), 3-4 Modibo Maiga (83.).

Rautt spjald: Carl Jenkinson - West Ham (79.).

Manchester United - Newcastle 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×