Enski boltinn

Lampard var nálægt því að ganga í raðir LA Galaxy

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard í leik með New York City.
Lampard í leik með New York City. vísir/getty
Frank Lampard og Steven Gerrard munu líklega mætast í fyrsta skipti í MLS-deildinni þegar lið þeirra, LA Galaxy og New York City, mætast í MLS-deildinni á morgun.

Lampard gekk í raðir New York City sumarið 2014, en fór þá beint á láni til Manchester City. Enski miðjumaðurinn segist hafa fengið tækifæri til að ganga í raðir Galaxy.

„Ég fékk nokkur tækifæri til þess fyrir nokkrum árum síðan. Það gerðist svo ekki á endanum. Það var ekki rétti tíminn og svo kom New York upp og það var líklega rétti tíminn fyrir mig," sagði Lampard.

Chris Klein, forseti LA Galaxy, staðfesti að félagið hafi reynt að fá Lampard á sínum tíma.

„Þetta var fyrir nokkrum árum síðan og við komumst ansi nálægt því. Hann er mjög góður leikmaður og frábær leikmaður og leikmaður sem við höfum talað við lengi," sagði Klein við fjölmiðla.

Gerrard og Lampard voru lengi helstu mótherjar í leikjum Chelsea og Liverpool og svo Manchester City og Liverpool á síðustu leiktíð.

„Þetta er öðruvísi núna. Við áttum margar rimmurnar með Liverpool og Chelsea og það var æsilegt. Það verður ekki öðruvísi núna að við viljum báðir vinna," sagði Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×