Enski boltinn

Wanyama vill yfirgefa Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wanyama í eldlínunni með Southampton.
Wanyama í eldlínunni með Southampton. vísir/getty
Victor Wanyama, miðjumaður Southampton, hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa herbúðir félagsins, en þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar.

Wanyama hefur verið orðaður við Tottenham undanfarnar vikur, en Wanyama er talinn vilja vinna aftur með Mauricio Pochettino. Þeir unnu saman þegar Pochettino var þjálfari Southampton, en hann fékk Wanyama til félagsins.

„Það hefur ekkert tilboð borist í neinn leikmann okkar. Ekki í Wanyama, ekki í Saido, ekki í neinn. Við þurfum bara að sætta okkur við sögusagnir blaðamanna,” sagði Koeman við fjölmiðla.

Keníumaðurinn gekk í raðir Southampton sumarið 2013 fyrir rúmlega tólf milljónir punda, en hann kom til Southampton frá Celtic þar sem hann lék 61 leik og skoraði tíu mörk. Hann hefur skorað þrjú mörk í 57 leikjum fyrir Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×