Enski boltinn

Juventus í viðræðum við Chelsea um Cuadrado

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cuadrado í æfingarleik með Chelsea í vor.
Cuadrado í æfingarleik með Chelsea í vor. Vísir/getty
Samkvæmt ítalska miðlinum Tuttosport er Juventus við það að ganga frá lánssamningi við Chelsea um að kólumbíski kantmaðurinn Juan Cuadrado gangi til liðs við ítölsku meistaranna.

Cuadrado sem gekk til liðs við Chelsea í janúarglugganum fyrir rúmlega 23 milljónir punda var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliði Chelsea á síðasta tímabili.

Hefur hann byrjað á varamannabekk Chelsea í báðum leikjum tímabilsins á þessu tímabili og aðeins leikið 26 mínútur.

Líklegt er að tækifæri hans verði af skornum skammti á þessu tímabili eftir að Chelsea gekk frá kaupunum á spænska leikmanninum Pedro.

Gerir það að verkum að Chelsea virðist vera tilbúið að losa sig við hann aðeins hálfu ári eftir að hafa keypt hann frá Fiorentina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×