Enski boltinn

Mourinho: Fólk elskar að sjá Chelsea tapa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho er ávallt hress.
Mourinho er ávallt hress. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að margt fólk sé óánægt með að Chelsea hafi unnið WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Mourinho segir að fólk elski að sjá Chelsea tapa.

„Ég vil frekar sleppa því að hafa skoðun. Ég ætla að prufa vera rólegur. Ég veit að margir eru óánægðir með þessi úrslit - fólk elskar að sjá Chelsea tapa," sagði Mourinho við fjölmiðla í leikslok.

Sjá einnig: Fyrsti sigur Chelsea á tímabilinu | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið hjá Terry

„Ég er svo ánægður með að leikmennirnir fengu það sem þeir áttu skilið. Fimm stig í þremur leikjum er ekki nægilega gott. Tilfinning mín er að við erum að berjast gegn mörgum, en við unnum í dag."

Chelsea er með fimm stig eftir leikina þrjá sem búnir eru og sitja í níunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×