Enski boltinn

Özil: Vitum nákvæmlega hvað þarf til þess að vinna Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil í leik með Arsenal gegn Palace á dögunum.
Özil í leik með Arsenal gegn Palace á dögunum. vísir/getty
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, segir að liðið viti nákvæmlega hvað þarf til þess að vinna Liverpool í leik liðanna annað kvöld, en liðin mætast í stórleik þriðju umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

„Við erum á heimavelli og vitum nákvæmlega hvernig við eigum að vinna Liverpool. Það er það sem við viljum gera á mánudag," sagði Özil í samtali við Daily Mail.

Arsenal hefur haft góð tök á Liverpool á heimavelli, en Liverpool hefur einungis unnið einn leik á heimavelli Arsenal á síðustu 15 árum. Sá sigur kom árið 2011, en þá vann Liverpool 2-0 sigur.

„Við verðum að hafa trú á því að við höfum gæðin til að vinna öll lið og við munum sýna það á mánudag."

Leikurinn á morgun er mikilvægur fyrir bæði lið. Liverpool er með sex stig eftir leikina tvo sem búnir eru, en Arsenal er einungis með þrjú stig eftir tapið gegn West Ham í fyrstu umferðinni.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD og hefst útsendingin klukkan 18:50. Strax að leik loknum verður Hjörvar Hafliðason með Messuna ásamt góðum gestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×