Enski boltinn

Pellegrini: Alltaf erfitt þegar þú spilar á útivelli í Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini á hliðarlínunni í dag.
Pellegrini á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, var mjög ánægður með leik sinna manna í dag, en City vann 2-0 sigur á Everton. Pellegrini er ánægður með byrjunina, en segir að menn megi ekki gleyma sér í velgenginni.

„Þetta var mjög fagmannlega spilaður leikur af okkar hálfu. Við spiluðum við mjög gott lið hérna á Goodison Park. Mér fannst við spila vel sem lið og áttum fleiri færi til þess að skora en Everton," sagði Pellegrini í leikslok.

City er að byrja tímabilið í ár mjög vel. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjunum og er á toppnum með fullt hús stiga.

„Enska úrvalsdeildin er þannig að þegar þú spilar á útivelli þá er það alltaf erfitt. Þess vegna fórum við og greindum hvað gerðist á síðustu leiktíð - ég hef alltaf sagt það að þetta var ekki hörmung að lenda í öðru sæti í fyrra."

„Það er mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að tímabilið er nýbyrjað og við höfum einungis spilað þrjá leiki. Eftir leikinn gegn Watford næstu helgi byrjum við að spila átta leiki á mánuði svo það er mikilvægt að allur hópurinn verði klár," sagði Pellegrini að lokum.


Tengdar fréttir

Manchester City á toppinn | Sjáðu mörkin

Manchester City heldur áfram á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Lokatölur 2-0 sigur City á Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×