Enski boltinn

Forseti AC Milan staðfestir viðræður um Balotelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Balotelli hefur setið töluvert á bekknum allstaðar sem hann hefur spilað.
Balotelli hefur setið töluvert á bekknum allstaðar sem hann hefur spilað. Vísir/getty
Forseti AC Milan, Adriano Galliani, staðfesti eftir leik liðsins gegn Fiorentina í kvöld að félagið hefði haft samband við Liverpool vegna Mario Balotelli.

Gæti ítalski framherjinn því snúið aftur til AC Milan eftir ársdvöl hjá Liverpool en enska félagið greiddi AC Milan 16 milljónir punda fyrir hann síðasta sumar.

Tókst honum aldrei að festa sig í sessi hjá Liverpool en hann skoraði aðeins eitt mark í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Lék hann 43 leiki fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma og skoraði í þeim 26 mörk.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahóp AC Milan í sumar en félagið hefur meðal annars gengið frá kaupunum á framherjunum Luiz Adriano og Carlos Bacca.

„Þetta er ekki komið langt á veg en við erum í viðræðum við Liverpool um að Mario snúi aftur. Þetta snýst helst um hversu stóran hluta launanna þeir greiða og hversu stóran hluta við borgum.“

„Hann gerir sér grein fyrir því að þetta gæti verið síðasta stóra tækifærið hans og hann vill koma aftur hingað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×