Enski boltinn

Leikmenn Tottenham tóku skemmtilega áskorun | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Harry Kane, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins.
Harry Kane, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins. Vísir/getty
Leikmenn Tottenham tóku á dögunum skemmtilegri áskorun sem felst í sér að leikmenn hlaupi þrettán hringi í kring um fótbolta áður en þeir taka víti. Er það gert til að rugla jafnvægisskyn leikmannana.

Er um vinsæla áskorun að ræða hjá fótboltamönnum þessa dagana en leikmennirnir Harry Kane, Christian Eriksen og Dele Alli létu á það reyna.

Allir áttu þeir erfitt með að fóta sig eftir snúninginn en enduðu þó á að setja boltann í autt netið. Myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Þá má sjá fyrir neðan myndbönd þegar sparkspekingarnir Alan Shearer og Gary Lineker taka áskoruninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×