Enski boltinn

Martínez: Viljum fá 2-3 nýja leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martínez og lærisveinar hans eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Martínez og lærisveinar hans eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. vísir/getty
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, vill fá 2-3 nýja leikmenn til liðsins áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Argentínumaðurinn Ramiro Funes Mori horfði á Everton tapa 0-2 fyrir Manchester City í gær og segir Martínez að félagið sé nálægt því að ganga frá kaupunum á honum. Spánverjinn vill þó fá fleiri leikmenn.

„Við erum búnir að ná samkomulagi við River Plate. Þetta er leikmaður sem vann Copa Libertadores í sumar. Hann er 24 ára, örvfættur miðvörður með hugarfar sigurvegarans og mun passa vel inn í okkar hóp,“ sagði Martínez um Mori sem hefur leikið einn landsleik fyrir Argentínu.

„Við ætlum að bæta í hópinn og það er mikilvægt að við fáum 2-3 leikmenn. Við erum með sterkan hóp en þurfum enn að styrkja okkur í nokkrum stöðum,“ sagði Martínez.

Everton hefur m.a. verið orðað við Úkraínumanninn Andriy Yarmolenko sem leikur með Dynamo Kiev og brasilíska kantmanninn Bernand, leikmann Shakhtar Donetsk. Þá hefur Martínez áhuga á að fá Adnan Januzaj á láni frá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×