Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 13:00 Lögreglumenn að störfum á Álftanesvegi í gær. Mynd/Áskell Hjólreiðamaður var hætt kominn á brú yfir nýja Álftanesveginn í gærkvöldi. Nælongirni hafði verið strengt yfir brúna á veginum, sem er tilbúinn en á enn eftir að opna formlega.Áskell Löve segist hafa verið á um 40 km hraða þegar hann kom að brúnni. Hann hafi séð nælongirnið, en þó of seint til að ná að bregðast við og bremsa. Það hafi orðið honum til happs að bandið var það lágt strengt að það lenti undir stýrinu. Í framhaldinu hafi teygst á því og það að lokum slitnað með hvelliNælongarnið sem var strengt yfir brúna.Mynd/ÁskellSökin lá hjá tveimur tólf ára drengjum sem hlupu af vettvangi, en Áskell hljóp þá uppi og hringdi í lögregluna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni telst málinu lokið en drengjunum var að loknu tiltali ekið heim til foreldra sinna. Lögreglumaður hjá lögreglunni í Hafnarfirði segir að svona mál komi upp endrum og eins. Undantekningalaust sé um strákapör að ræða. Garnið slitnaði með hvelli.Mynd/ÁskellÁskell segir að drengirnir hafi örugglega ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegt uppátæki þeirra væri. Þeir hafi verið fullir iðrunar og eigi klárlega ekki eftir að gera þetta aftur.Tæpt ár er síðan sauma þurfti tíu spor í enni hjólreiðamanns sem hjólaði á vír sem strengdur var yfir hjólabrú í Elliðaárdalnum. Sá flaug nokkra metra fram fyrir sig og hlaut ýmis meiðsli. Gerandinn fannst aldrei. Tengdar fréttir „Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, harmar umræðu í kjölfar þess að vír var strengdur fyrir hjólastíg yfir Elliðaár. Borgarfulltrúi segir um að ræða alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. 29. september 2014 10:47 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Hjólreiðamaður var hætt kominn á brú yfir nýja Álftanesveginn í gærkvöldi. Nælongirni hafði verið strengt yfir brúna á veginum, sem er tilbúinn en á enn eftir að opna formlega.Áskell Löve segist hafa verið á um 40 km hraða þegar hann kom að brúnni. Hann hafi séð nælongirnið, en þó of seint til að ná að bregðast við og bremsa. Það hafi orðið honum til happs að bandið var það lágt strengt að það lenti undir stýrinu. Í framhaldinu hafi teygst á því og það að lokum slitnað með hvelliNælongarnið sem var strengt yfir brúna.Mynd/ÁskellSökin lá hjá tveimur tólf ára drengjum sem hlupu af vettvangi, en Áskell hljóp þá uppi og hringdi í lögregluna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni telst málinu lokið en drengjunum var að loknu tiltali ekið heim til foreldra sinna. Lögreglumaður hjá lögreglunni í Hafnarfirði segir að svona mál komi upp endrum og eins. Undantekningalaust sé um strákapör að ræða. Garnið slitnaði með hvelli.Mynd/ÁskellÁskell segir að drengirnir hafi örugglega ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegt uppátæki þeirra væri. Þeir hafi verið fullir iðrunar og eigi klárlega ekki eftir að gera þetta aftur.Tæpt ár er síðan sauma þurfti tíu spor í enni hjólreiðamanns sem hjólaði á vír sem strengdur var yfir hjólabrú í Elliðaárdalnum. Sá flaug nokkra metra fram fyrir sig og hlaut ýmis meiðsli. Gerandinn fannst aldrei.
Tengdar fréttir „Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, harmar umræðu í kjölfar þess að vír var strengdur fyrir hjólastíg yfir Elliðaár. Borgarfulltrúi segir um að ræða alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. 29. september 2014 10:47 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
„Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, harmar umræðu í kjölfar þess að vír var strengdur fyrir hjólastíg yfir Elliðaár. Borgarfulltrúi segir um að ræða alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. 29. september 2014 10:47
Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24