Enski boltinn

Neville: Wenger er annað hvort barnalegur eða hrokafullur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger hefur ekki stýrt Arsenal til meistaratitils síðan 2004.
Wenger hefur ekki stýrt Arsenal til meistaratitils síðan 2004. vísir/getty
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, fór mikinn í þættinum Monday Night Football í gær.

Umfjöllunarefnið var leikur Arsenal og Liverpool sem endaði með markalausu jafntefli. Neville rýndi í leikinn ásamt Jamie Carragher og Thierry Henry en meðal þess sem þeir ræddu var miðjuspil Arsenal.

Neville gagnrýndi Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, og tregðu hans að kaupa ekki sterkan miðjumann í anda Patrick Viera og Emmanuel Petit nokkuð harkalega.

„Þetta er annað hvort hroki eða barnaskapur, því þetta virkar ekki. Hann er á villigötum,“ sagði Neville og máli sínu til stuðnings benti hann á að Arsenal þyrfti líkamlega sterkan og kraftmikinn miðjumann sem mótvægi við alla flinku leikmennina hjá liðinu.

„Ég skil ekki af hverju hann hefur ekki keypt kröftuga leikmenn til að styðja við þessa hæfileikaríku leikmenn.“

Neville setti líka spurningarmerki við þá tilhneigingu Wenger að nota vængmenn á miðjunni.

„Það er svartur blettur á ferli Wenger síðustu 10 árin að hafa ekki keypt svona leikmann því það er ekki hægt að vinna deildina með þá miðjumenn sem hann hefur notast við undanfarin ár,“ sagði Neville.

„Þetta eru góðir leikmenn, (Santí) Cazorla er frábær leikmaður. En þú vinnur ekki deildina með svona leikmenn á miðjunni.“

Gagnrýni Nevilles má sjá í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×