Enski boltinn

Markalaust en mjög fjörugt hjá Arsenal og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Benteke í baráttunni við Calum Chambers.
Christian Benteke í baráttunni við Calum Chambers. Vísir/Getty
Arsenal og Liverpool náðu ekki að skora í lokaleik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þrátt fyrir fjölda færa á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Liverpool var miklu líklegra til að skora í fyrri hálfleik þar sem Petr Cech kom nokkrum sinnum til bjargar en í þeim síðari var Arsenal mun sterkara liðið.

Arsenal skoraði að því virðist löglegt mark í fyrri hálfleiknum en það var dæmt af.

Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur þrátt fyrir að mörkin hafi ekki látið sjá sig. Markverðirnir Petr Cech og Simon Mignolet voru líklega bestu menn vallarins.

Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur þar sem Arsenal skoraði að því virtist löglegt mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og leikmenn Liverpool klúðruðu hverju færinu á fætur öðru.

Philippe Coutinho átti þrumuskot í slá eftir undirbúning Christian Benteke strax á 3.mínútu.

Arsenal-liðið var líklegt næstu mínútur á eftir og Aaron Ramsey skoraði að því virtist löglegt mark á 8. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Arsenal náði ekki að fylgja þessu eftir og Liverpool tók öll völd í leiknum.

Arsenal-vörnina var reyndar afar dugleg að færa Liverpool færin á færibandi en markvörðurinn Petr Cech varði hvað eftir annað frábærlega og sá til þess að staðan var enn markalaust.

Cech varði meðal annars úr algjöru dauðafæri hjá Christian Benteke á markteig og þá slá hann skot Philippe Coutinho í stöngina og út.

Liverpool átti fimm skot á mark í hálfleiknum eða meira en samanlagt í sigrunum á Stoke og Borunemouth.

Arsenal-liðið fékk greinilega að heyra góða ræðu frá Arsene Wenger í hálfleik því allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum.

Alexis Sanchez komst mjög nálægt því að skora þegar hann skaut í stöngina á 61. mínútu og Simon Mignolet varði síðan frá Olivier Giroud tíu mínútum síðar.

Martin Skrtel var mjög nálægt því að skora sjálfsmark í lokin en skömmu áður varð Cech vel frá Philippe Coutinho.

Sigurmarkið lét ekki sjá sig og liðin urðu að sættast á jafnteflið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×