Sport

Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum

Bolt er hér byrjaður að fagna áður en hann kemur í mark.
Bolt er hér byrjaður að fagna áður en hann kemur í mark. vísir/getty
Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag.

Sem fyrr var hlaupið einvígi á milli Bolt og Bandaríkjamannsins Justin Gatlin. Margir spáðu því að Gatlin myndi hafa betur en það gerðu líka margir fyrir 100 metra hlaupið.

Bolt stakk upp í alla efasemdarmenn þá og hann gerði það aftur í dag í 200 metra hlaupinu.

Þeir voru jafnir eftir 100 metra en Bolt stakk Gatlin hreinlega af á lokakaflanum og kom í mark á 19,55 sekúndum sem er besti tími ársins. Gatlin varð annar á 19,74 sekúndum.

Bolt er það með búinn að vinna tíu gull í sögu HM en það er met. Allyson Felix jafnaði met Bolt með níu gullum rétt áðan er hún vann 400 metra hlaup. Bolt svaraði með öðru gulli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×