Enski boltinn

Leikmaður West Ham handtekinn vegna heimilisofbeldis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho með Francis Coquelin, leikmann Arsenal, á hælunum í leik liðanna á sunnudaginn.
Sakho með Francis Coquelin, leikmann Arsenal, á hælunum í leik liðanna á sunnudaginn. vísir/getty
Diafra Sakho, framherji West Ham United, var handtekinn í London á fimmtudaginn, ásakaður um að hafa ráðist á kærustu sína.

Sakho, sem er 25 ára Senegali, var látinn laus gegn tryggingu en hann var í byrjunarliði West Ham sem vann 0-2 sigur á Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Sakho kom til West Ham frá franska liðinu Metz og gerði 12 mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Lundúnaliðinu.

West Ham tekur á móti Leicester City á laugardaginn í næsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×