Enski boltinn

Southampton krækir í miðjumann frá Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romeu var lánaður til Stuttgart í fyrra.
Romeu var lánaður til Stuttgart í fyrra. vísir/getty
Southampton hefur fest kaup á spænska miðjumanninum Oriol Romeu frá Chelsea.

Romeu, sem er 23 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Dýrlingana sem borguðu fimm milljónir punda fyrir hann.

Romeu er uppalinn hjá Barcelona en hann náði aðeins að leika tvo keppnisleiki með Katalóníufélaginu.

Chelsea keypti Romeu frá Barcelona sumarið 2011 og lék Spánverjinn 33 leiki með Lundúnaliðinu á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá því.

Tímabilið 2013-14 var Romeu lánaður til Valencia og í fyrra lék hann með Stuttgart á láni frá Chelsea.

Romeu er sjöundi leikmaðurinn sem Southampton fær í sumar en liðið gerði 2-2 jafntefli við Newcastle í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Leikmenn sem Southampton hefur fengið í sumar:

Juanmi frá Málaga

Maarten Stekelenburg frá Fulham (lán)

Cédric Soares frá Sporting Lissabon

Jordy Clasie frá Feyenoord

Oriol Romeu frá Chelsea

Cuco Martina frá Twente

Steven Caulker frá QPR (lán)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×