Enski boltinn

Jafntefli niðurstaðan í fyrsta leik Newcastle undir stjórn McClaren

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markaskorararnir Wijnaldum og Cissé fagna marki þess fyrrnefnda.
Markaskorararnir Wijnaldum og Cissé fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/getty
Newcastle United og Southampton skildu jöfn, 2-2, á St. James' Park í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þetta var fyrsti deildarleikur Newcastle undir stjórn Steve McClaren en honum er ætlað að hífa liðið ofar í töfluna.

Graziano Pellé kom Southampton yfir með skalla á 24. mínútu en Papiss Cissé jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik.

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum kom Newcastle yfir á 48. mínútu með marki í sínum fyrsta deildarleik fyrir félagið. En það var svo varamaðurinn Shane Long sem tryggði Dýrlingunum annað stigið þegar hann jafnaði á 79. mínútu.

Newcastle sækir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea heim í næstu umferð en Southampton fær Everton í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×