Lífið

Rokka í gervi Ned Flanders

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin er frá Phoenix.
Sveitin er frá Phoenix.
„Ég og vinur minn, sem er trommarinn í sveitinni, vorum í röð í matvöruverslun að velta fyrir okkur mest krúttlegu nöfnum á þungarokksveitum og þá kom nafnið Okilly Dokilly upp,“ segir aðalsöngvarinn í þungarokksveit sem kallar sig einmitt  Okilly Dokilly.

Allir meðlimir sveitarinnar koma fram klæddir eins og Ned Flanders úr Simpsons þáttunum.

„Okkur fannst nafnið mjög fyndið og við stofnuðum hljómsveit. Síðan hafði ég samband við nokkra stráka og úr varð fullskipuð sveit,“ segir hann en hljómsveitin kemur frá Phoenix í Bandaríkjunum.

Mennirnir í bandinu eru kallaðir Head Ned, Bled Ned, Red Ned, Thread Ned og Stead Ned.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×