Enski boltinn

Liverpool hafnar tilboðum í Sakho

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sakho hér með kóalabirni í Ástralíu.
Sakho hér með kóalabirni í Ástralíu. Vísir/getty
Enska félagið Liverpool hafnaði í dag tveimur tilboðum í franska miðvörðinn Mamadou Sakho samkvæmt heimildum Sky Sports.

Sakho sem hefur ekkert komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu hefur undanfarna daga verið sagður á leið frá félaginu.

Hinn 25 árs gamli Sakho hefur aðeins leikið 34 leiki fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Paris Saint-Germain sumarið 2013 og 46 leiki í öllum keppnum.

Samkvæmt heimildum SkySports komu tilboðin frá Roma á Ítalíu og Bayer Leverkusen í Þýskalandi en Liverpool virðist ekki vera tilbúið að selja franska landsliðsmiðvörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×