Varasamt að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 20:15 Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn. Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn.
Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54