Enski boltinn

Szczesny á förum frá Arsenal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Szczesny lék úrslitaleik FA-bikarsins á síðasta tímabili.
Szczesny lék úrslitaleik FA-bikarsins á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Ítalska stórveldið Roma hefur hafið viðræður við Arsenal um að fá Wojciech Szczesny, pólska markmann liðsins, á láni á næstkomandi tímabili samkvæmt heimildum ESPN.

Ljóst er að tækifæri hans hjá Arsenal á tímabilinu verða af skornum skammti en félagið gekk frá kaupunum á Petr Cech á dögunum frá erkifjendunum í Chelsea.

Þá missti Szczesny sæti sitt í liðinu til David Ospina á nýafstöðnu tímabili eftir að hafa verið tekinn við að reykja í sturtu eftir slaka frammistöðu í 1-3 tapi gegn Sunderland.

Talið var að Ospina yrði sá sem væri á förum frá félaginu en Szczesny virðist vera tilbúinn að fara frá Arsenal eftir sex ára dvöl. Samkvæmt heimildum bandaríska miðilsins er um að ræða eins árs lánssamning með möguleikanum á að Roma geti keypt hann að samningnum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×