Fótbolti

Undankeppni HM 2018: Óspennandi riðill bíður Íslands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Dregið var í dag í riðla fyrir undankeppni HM 2018, en það verður haldið í Rússlandi. Dregið var í St. Pétursborg í Rússlandi við hátíðlega athöfn þar sem meðal annars Sepp Blatter og Pútín héldu ræður.

Riðill Íslands er ekki áhugaverður á að líta. Úr efsta stykrleikaflokki fékk Ísland Króatíu, en þar getur Íslands hefnt fyrir þegar Króatar slógu út Íslendinga í umspili um laust sæti á HM 2014.

Hin liðin í I-riðlinum eru Ísland, Úkraína, Finnland og Tyrkland, en Ísland vann Tyrkland á dögunum á Laugardalsvelli í hörkuleik.

A-riðill er gífurlega sterkur þar sem Frakkland og Holland eru meðal annars saman. Auk þeirra eru Svíþjóð, Búlgaría, Hvíta-Rússland og Lúxemborg.

1. styrkleikaflokkur: Þýskaland, Belgía, Holland, Portúgal, Rúmenía, England, Wales, Spánn og Króatía.

2. styrkleikaflokkur: Slóvakía, Austurríki, Ítalía, Sviss, Tékkland, Frakkland, Ísland, Danmörk og Bosnía.

3. styrkleikaflokkur: Úkraína, Skotland, Pólland, Ungverjaland, Svíþjóð, Albanía, Norður-Írland, Serbía og Grikkland.

4. styrkleikaflokkur: Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Írland, Noregur, Búlgaría, Færeyjar, Svartfjallaland og Eistland.

5. styrkleikaflokkur: Kýpur, Lettland, Armenía, Finnland, Hvíta-Rússland, Makedónía, Aserbaísjan, Litháen og Moldóva.

6. styrkleikaflokkur: Kasakstan, Lúxemborg, Liechtenstein, Georgía, Malta, San Marínó og Andorra.

Bein lýsing:

16.55: Drættinum er lokið!:

A-riðill: Lúxemborg, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Svíþjóð, Frakkland, Holland.

B-riðill: Lettland, Andorra, Færeyjar, Sviss, Ungverjaland, Portúgal.

C-riðill: Azerbaísjan, San Marinó, Noregur, Norður-Írland, Tékkland, Þýskaland.

D-riðill: Georgía, Moldavía, Írland, Austurríki, Serbía, Wales.

E-riðill:
Kazakstan, Armenía, Svartfjallaland, Danmörk, Pólland, Rúmenía.

F-riðill:
Slóvakía, Skotland, Litháen, Malta, Slóvenía, England.

G-riðill:
Liechtenstein, Bosnía, Kýpur, Eistland, Spánn, Ítalía.

H-riðill: Belgía, Bosnía, Grikkland, Eistland, Kýpur

I-riðill: ÍSLAND,
Úkraína, Finnland, Tyrkland, Króatía.

16.46: Kasaktan er í riðli E. Ég veit ekki hversu mörgum Íslendingum langar að ferðast þangað, en það er hins vegar allt annar handleggur. Öll liðin í sjötta styrkleikaflokkinum hafa verið dreginn í riðla og nú er það styrkleikaflokkur fimm. Þeir vinna sig upp styrkleikaflokkana.

16.43: Aleksandr Kerzhakov og Oliver Bierhoff hjálpa við Evrópudráttinn, en hann er að hefjast á allra næstu mínútum. Haldið ykkur fast!

16.34: Mér sýnist við vera á leið í tónlistaratriði og svo Evrópudráttinn. Það styttist, gott fólk!

16.32: Það er bara einn riðill í Suður-Ameríku, en dregið var í fyrstu umferðina. Brasilía mætir Suður-Ameríkumeisturunum í Síle í fyrsta leik í riðlinum þar, en Argentína mætir Ekvador á fyrsta leikdegi.

16.25: Það var víst ekkert veriða ð draga í Suður-Ameríku eins og mér sýndist klukkan 15:59. Núna er verið að draga í Suður-Ameríku, en markavélarnar Diego Forlan og Ronaldo aðstoða FIFA við að draga.

16.15: Þessi athöfn verður bara lengri og lengi. Núna má alveg fara að draga í Evrópupottinum. Menn og konur vilja fara að sjá Ísland upp úr pottinum.

16.07: Bandaríkin var dregið upp úr pottinum rétt í þessu, en þeir spila meðal annars við Tríndad & Tóbagó í leið sinni að HM. Aron Jóhannsson verður líklega í eldlínunni með Bandaríkjunum. Nú styttist í að Evrópupotturinn fari að malla!

15.59: Tveir alvöru kóngar eru á sviðinu þessa stundina. Madjer, kóngurinn í strandboltanum, og Fabio Cannavaro, fyrrverandi heimsmeistari með Ítalíu. Þeir ætla að hjálpa til við dráttinn frá Suður-Ameríku að mér sýnist.

15.48: Söngatriði í gangi þessa stundina. Þá tek ég mér smá kaffipásu!

15.40: Þessa stundina er verið að draga í umspili víðsvegar um heiminn, en samkvæmt tímatöflunni eru um 40-50 mínútur þangað til dregið verður í Evrópuriðlana.

15.30: Verið er að fara draga í Afríku-riðlana núna, en Samuel Eto'o, fjórum sinnum besti leikmaðurinn í Afríku, er nú mættur upp á svið í spjall við myndarlegu dömuna sem stýrir drættinum.

15.23: Jérôme Valcke er nú mættur upp á svið og er saga HM nú sett fram í myndbandsformi.

15.17: Nei, ekkert myndband! Bara eitthvað rosalegt tónlistar- og dansatriði, gott fólk.

15.16: Blatter hefur lokið sér af og nú taka við einhver skemmtileg myndbönd af Rúslandi.

15.11: "Það er enginn atburður í heiminum stærri en heimsmeistararkeppnin," segir Blatter ákveðinn.

15.07: Blatter byrjar ræðu sína á að þakka Pútín fyrir sína ræðu. Hann segir að það sé heiður að halda HM í Rússlandi.

15.03: Tveir af umdeildustu mönnum heimsins í dag, Vladimir Pútín og Sepp Blatter, eru nú á sviðinu og halda ræðu.

15.02: Jæja, þetta er byrjað. Myndarlegt fólk opna hátíðina.

14.47: Spennan er að magnast fyrir drættinum. Íslendingar bíða spenntir, en ekki halda að það verður dregið á mínútunni þrjú. Þetta verður líklega lengt með allskyns ræðum og öðru fíaskói. Auka spennuna!

14.30: Vísir mun heyra hljóðið í öðrum af þjálfurum Íslands eftir dráttinn, en þeir Lars og Heimir eru viðstaddir dráttinn eins og stendur hér að ofan.

14.30: Margir íslenskir Twitter-notendur hafa kallast eftir því að Ísland og England dragist nú saman í eitt skipti fyrir öll. Menn og konur hafa verið að skiptast á að setja saman sinn draumariðil, en Fréttablaðið tók saman á dögunum drauma og martraðariðilinn.

14.30: Góðan dag. Hér ætlum við að fylgjast með þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018.


Tengdar fréttir

Draumur og martröð strákanna okkar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum heimslista FIFA og er því í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni HM 2018 í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×