Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 13:11 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira