Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 13:11 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira