Segir leigjendur fá góðan tíma til að gera ráðstafanir Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:23 Fulltrúi Tjarnarverks segir þá óánægðasta sem voru með ódýra leigusamninga hjá Íbúðalánasjóði. Mynd úr safni. Vísir/GVA Fulltrúi leigufélagsins Tjarnarverks segir félagið reyna að vinna með leigjendum í Reykjanesbæ að finna leiðir til að bregðast við boðuðum hækkunum á leigu. Félagið hefur sætt gagnrýni síðustu daga eftir að Vísir greindi frá því að íbúum hafi verið tilkynnt um allt að fjörutíu prósenta hækkun á leigu. Reynir Kristinsson, ráðgjafi Tjarnarverks, segir að óánægja leigjenda sé fyrst og fremst hjá þeim sem eru með útrunna samninga sem upphaflega voru gerðir við Íbúðalánasjóð.Fullyrðir að um markaðsleigu sé að ræða „ Við höfum aðalega fengið óánægju frá þeim sem íbúðalánasjóður hefur tekið eignir á uppboði og svo hefur sýslumaður sem sagt sett niður leigu sem er yfirleitt mjög lán. Sá samningur er svo útrunninn, jafnvel fyrir einhverjum mánuðum síðan, og ekki hafa verið gerðir nýjir samningar,“ segir hann. Reynir segir að nú þurfi þessir leigjendur að borga markaðsleigu. „Og það verður náttúrulega töluverð hækkun fyrir það fólk og er kannski sárast líka af því að það hefur misst eignir sínar, fengið svo leigu, og þarf það að fara núna á markaðsleigu. Það fólk hefur verið sárast,“ segir hann. Reynir segist hafa ráðlagt eigendum félagsins að vinna vel með þessum hópi leigjenda. Hann segir að leigjendum hafi verið tilkynnt 1. júlí síðastliðinn hvað stæði til en aðeins þeir sem voru með útrunna samninga þurfa að greiða hærri leigu fljótlega. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir finna fyrir hækkun leigunnar.Vísir Ekki farið gegn einum né neinum „En við höfum alveg reynt að sýna þeim skilning og ég hef ráðlagt eigendum félagsins að gera það. Sýna þeim skilning og finna milliveg á meðan fólk er að koma sér í þessa aðstöðu að ná því að brúa þetta bil. En það er ekki verið að fara á móti einum eða neinum eða brjóta neina samninga. Það hefur verið mjög lág leiga, það er verið að selja eignirnar og það er ákveðin kostnaður sem felst í því og það var vitað mál að leiga þyrfti að hækka að einhverju leyti,“ segir hann. Reynir segir að húsin verði tekin í gegn í kjölfar þess að þau séu keypt. Hann segir að til standi að byggja upp leigufélag til langs tíma og að skammtíma sjónarmið um gróða séu ekki í gangi. Hann bendir einnig á að ýmis verð hafi hækkað sem leiði til þess að leiga þurfi líka að hækka. „ Það má benda á það að við erum í dag, eftir 1. júlí, erum við ábyrgir fyrir til dæmis hitaveitu, það að við séum að borga það. Það er verið að rukka húsfélögin um hitaveitu og við þurfum að endurrukka leigjendur í sambandi við hita. Það var ekki inni í fyrri samningum, það breyttist 1. júlí,“ segir hann og bætir við: „Það er 67 prósent hækkun á fasteignagjöldum í Reykjanesbæ. Auðvitað hlýtur þetta að leiða það til að það fer inn í leigu á einhverjum tíma. Við erum bara að gefa fólki mjög góðan, sumum sex mánuði og sumum ár, að tilkynna þeim fyrirfram að leiga muni hækka. Tengdar fréttir Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Segir Tjarnarverk hafa hækkað leiguverðið um 33 prósent á íbúð sinni í Njarðvík sem sé í slæmu ástandi. 1. júlí 2015 15:14 „Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Leigjandi hjá Tjarnarverk segir vonleysi og hræðslu hafa einkennt líf íbúa síðustu viku 1. júlí 2015 21:42 „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fulltrúi leigufélagsins Tjarnarverks segir félagið reyna að vinna með leigjendum í Reykjanesbæ að finna leiðir til að bregðast við boðuðum hækkunum á leigu. Félagið hefur sætt gagnrýni síðustu daga eftir að Vísir greindi frá því að íbúum hafi verið tilkynnt um allt að fjörutíu prósenta hækkun á leigu. Reynir Kristinsson, ráðgjafi Tjarnarverks, segir að óánægja leigjenda sé fyrst og fremst hjá þeim sem eru með útrunna samninga sem upphaflega voru gerðir við Íbúðalánasjóð.Fullyrðir að um markaðsleigu sé að ræða „ Við höfum aðalega fengið óánægju frá þeim sem íbúðalánasjóður hefur tekið eignir á uppboði og svo hefur sýslumaður sem sagt sett niður leigu sem er yfirleitt mjög lán. Sá samningur er svo útrunninn, jafnvel fyrir einhverjum mánuðum síðan, og ekki hafa verið gerðir nýjir samningar,“ segir hann. Reynir segir að nú þurfi þessir leigjendur að borga markaðsleigu. „Og það verður náttúrulega töluverð hækkun fyrir það fólk og er kannski sárast líka af því að það hefur misst eignir sínar, fengið svo leigu, og þarf það að fara núna á markaðsleigu. Það fólk hefur verið sárast,“ segir hann. Reynir segist hafa ráðlagt eigendum félagsins að vinna vel með þessum hópi leigjenda. Hann segir að leigjendum hafi verið tilkynnt 1. júlí síðastliðinn hvað stæði til en aðeins þeir sem voru með útrunna samninga þurfa að greiða hærri leigu fljótlega. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir finna fyrir hækkun leigunnar.Vísir Ekki farið gegn einum né neinum „En við höfum alveg reynt að sýna þeim skilning og ég hef ráðlagt eigendum félagsins að gera það. Sýna þeim skilning og finna milliveg á meðan fólk er að koma sér í þessa aðstöðu að ná því að brúa þetta bil. En það er ekki verið að fara á móti einum eða neinum eða brjóta neina samninga. Það hefur verið mjög lág leiga, það er verið að selja eignirnar og það er ákveðin kostnaður sem felst í því og það var vitað mál að leiga þyrfti að hækka að einhverju leyti,“ segir hann. Reynir segir að húsin verði tekin í gegn í kjölfar þess að þau séu keypt. Hann segir að til standi að byggja upp leigufélag til langs tíma og að skammtíma sjónarmið um gróða séu ekki í gangi. Hann bendir einnig á að ýmis verð hafi hækkað sem leiði til þess að leiga þurfi líka að hækka. „ Það má benda á það að við erum í dag, eftir 1. júlí, erum við ábyrgir fyrir til dæmis hitaveitu, það að við séum að borga það. Það er verið að rukka húsfélögin um hitaveitu og við þurfum að endurrukka leigjendur í sambandi við hita. Það var ekki inni í fyrri samningum, það breyttist 1. júlí,“ segir hann og bætir við: „Það er 67 prósent hækkun á fasteignagjöldum í Reykjanesbæ. Auðvitað hlýtur þetta að leiða það til að það fer inn í leigu á einhverjum tíma. Við erum bara að gefa fólki mjög góðan, sumum sex mánuði og sumum ár, að tilkynna þeim fyrirfram að leiga muni hækka.
Tengdar fréttir Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Segir Tjarnarverk hafa hækkað leiguverðið um 33 prósent á íbúð sinni í Njarðvík sem sé í slæmu ástandi. 1. júlí 2015 15:14 „Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Leigjandi hjá Tjarnarverk segir vonleysi og hræðslu hafa einkennt líf íbúa síðustu viku 1. júlí 2015 21:42 „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Segir Tjarnarverk hafa hækkað leiguverðið um 33 prósent á íbúð sinni í Njarðvík sem sé í slæmu ástandi. 1. júlí 2015 15:14
„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Leigjandi hjá Tjarnarverk segir vonleysi og hræðslu hafa einkennt líf íbúa síðustu viku 1. júlí 2015 21:42
„Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45
Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37