Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júlí 2015 15:14 Sjöfn Garðarsdóttir. Vísir/Facebook „Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn Garðarsdóttir sem er ein þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem bjó í íbúðunum sem Tjarnarverk ehf. keypti af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Um er að ræða 90 íbúðir og hefur Vísir fjallað um óánægju íbúa þeirra með þann leigusamning sem Tjarnarverk hefur boðið þeim og er í mörgum tilvikum um að ræða tugþúsunda hækkun á mánaðargreiðslum vegna leigusamnings.Sjöfn segir ástand íbúðarinnar slæmt.Vísir/FacebookSjöfn segist hafa gert nýjan leigusamning við Íbúðalánasjóð um mánaðamótin apríl maí þar sem leigan var hækkuð úr 92 þúsund krónum í 99 þúsund krónur.Tjarnarverk keypti síðan íbúðina sem hún leigði við Hjallaveg 3 í Njarðvík af Íbúðalánasjóði og vildi í kjölfarið hækka leiguverðið um 33 prósent, eða upp í 130 þúsund fyrir mánuðinn. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn sem segir ástand íbúðarinnar hafa verið afar slæmt og þurft að búa við myglusvepp og rakapöddur og hafi hún og sonur hennar glímt við veikindi vegna þess. Sjöfn segist ekkert hafa heyrt frá Tjarnarverki eftir að hún fór úr íbúðinni. Sjálf vill hún búa áfram Reykjanesbæ en segir fáar íbúðir á lausu. Hún er öryrki og sonur hennar langveikur. „Hann vinnur í Fjölsmiðjunni og þarf á meðferðum að halda. Það er mikið í húfi fyrir hann að þurfa að breyta um umhverfi.“Uppfært 19:50: Sjöfn segir í samtali við Vísi nú undir kvöld að það hafi ekki verið rétt hjá sér líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að forsvarsmenn Tjarnarverks hafi sagt að hún mætti ekki fara úr eigninni. Hún segist hafa fengið val um tvo kosti - annað hvort að skrifa undir nýjan samning eða fara út. Tengdar fréttir „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn Garðarsdóttir sem er ein þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem bjó í íbúðunum sem Tjarnarverk ehf. keypti af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Um er að ræða 90 íbúðir og hefur Vísir fjallað um óánægju íbúa þeirra með þann leigusamning sem Tjarnarverk hefur boðið þeim og er í mörgum tilvikum um að ræða tugþúsunda hækkun á mánaðargreiðslum vegna leigusamnings.Sjöfn segir ástand íbúðarinnar slæmt.Vísir/FacebookSjöfn segist hafa gert nýjan leigusamning við Íbúðalánasjóð um mánaðamótin apríl maí þar sem leigan var hækkuð úr 92 þúsund krónum í 99 þúsund krónur.Tjarnarverk keypti síðan íbúðina sem hún leigði við Hjallaveg 3 í Njarðvík af Íbúðalánasjóði og vildi í kjölfarið hækka leiguverðið um 33 prósent, eða upp í 130 þúsund fyrir mánuðinn. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn sem segir ástand íbúðarinnar hafa verið afar slæmt og þurft að búa við myglusvepp og rakapöddur og hafi hún og sonur hennar glímt við veikindi vegna þess. Sjöfn segist ekkert hafa heyrt frá Tjarnarverki eftir að hún fór úr íbúðinni. Sjálf vill hún búa áfram Reykjanesbæ en segir fáar íbúðir á lausu. Hún er öryrki og sonur hennar langveikur. „Hann vinnur í Fjölsmiðjunni og þarf á meðferðum að halda. Það er mikið í húfi fyrir hann að þurfa að breyta um umhverfi.“Uppfært 19:50: Sjöfn segir í samtali við Vísi nú undir kvöld að það hafi ekki verið rétt hjá sér líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að forsvarsmenn Tjarnarverks hafi sagt að hún mætti ekki fara úr eigninni. Hún segist hafa fengið val um tvo kosti - annað hvort að skrifa undir nýjan samning eða fara út.
Tengdar fréttir „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45
Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels