Sjöfn sættir sig ekki við vinnubrögð Tjarnarverks: „Farin út og er húsnæðislaus“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júlí 2015 15:14 Sjöfn Garðarsdóttir. Vísir/Facebook „Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn Garðarsdóttir sem er ein þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem bjó í íbúðunum sem Tjarnarverk ehf. keypti af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Um er að ræða 90 íbúðir og hefur Vísir fjallað um óánægju íbúa þeirra með þann leigusamning sem Tjarnarverk hefur boðið þeim og er í mörgum tilvikum um að ræða tugþúsunda hækkun á mánaðargreiðslum vegna leigusamnings.Sjöfn segir ástand íbúðarinnar slæmt.Vísir/FacebookSjöfn segist hafa gert nýjan leigusamning við Íbúðalánasjóð um mánaðamótin apríl maí þar sem leigan var hækkuð úr 92 þúsund krónum í 99 þúsund krónur.Tjarnarverk keypti síðan íbúðina sem hún leigði við Hjallaveg 3 í Njarðvík af Íbúðalánasjóði og vildi í kjölfarið hækka leiguverðið um 33 prósent, eða upp í 130 þúsund fyrir mánuðinn. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn sem segir ástand íbúðarinnar hafa verið afar slæmt og þurft að búa við myglusvepp og rakapöddur og hafi hún og sonur hennar glímt við veikindi vegna þess. Sjöfn segist ekkert hafa heyrt frá Tjarnarverki eftir að hún fór úr íbúðinni. Sjálf vill hún búa áfram Reykjanesbæ en segir fáar íbúðir á lausu. Hún er öryrki og sonur hennar langveikur. „Hann vinnur í Fjölsmiðjunni og þarf á meðferðum að halda. Það er mikið í húfi fyrir hann að þurfa að breyta um umhverfi.“Uppfært 19:50: Sjöfn segir í samtali við Vísi nú undir kvöld að það hafi ekki verið rétt hjá sér líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að forsvarsmenn Tjarnarverks hafi sagt að hún mætti ekki fara úr eigninni. Hún segist hafa fengið val um tvo kosti - annað hvort að skrifa undir nýjan samning eða fara út. Tengdar fréttir „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
„Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn Garðarsdóttir sem er ein þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem bjó í íbúðunum sem Tjarnarverk ehf. keypti af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Um er að ræða 90 íbúðir og hefur Vísir fjallað um óánægju íbúa þeirra með þann leigusamning sem Tjarnarverk hefur boðið þeim og er í mörgum tilvikum um að ræða tugþúsunda hækkun á mánaðargreiðslum vegna leigusamnings.Sjöfn segir ástand íbúðarinnar slæmt.Vísir/FacebookSjöfn segist hafa gert nýjan leigusamning við Íbúðalánasjóð um mánaðamótin apríl maí þar sem leigan var hækkuð úr 92 þúsund krónum í 99 þúsund krónur.Tjarnarverk keypti síðan íbúðina sem hún leigði við Hjallaveg 3 í Njarðvík af Íbúðalánasjóði og vildi í kjölfarið hækka leiguverðið um 33 prósent, eða upp í 130 þúsund fyrir mánuðinn. „Ég var með nýjan samning en Tjarnarverk vildi meina að það væri enginn gildandi leigusamningur. Ég er farin út og er húsnæðislaus í dag,“ segir Sjöfn sem segir ástand íbúðarinnar hafa verið afar slæmt og þurft að búa við myglusvepp og rakapöddur og hafi hún og sonur hennar glímt við veikindi vegna þess. Sjöfn segist ekkert hafa heyrt frá Tjarnarverki eftir að hún fór úr íbúðinni. Sjálf vill hún búa áfram Reykjanesbæ en segir fáar íbúðir á lausu. Hún er öryrki og sonur hennar langveikur. „Hann vinnur í Fjölsmiðjunni og þarf á meðferðum að halda. Það er mikið í húfi fyrir hann að þurfa að breyta um umhverfi.“Uppfært 19:50: Sjöfn segir í samtali við Vísi nú undir kvöld að það hafi ekki verið rétt hjá sér líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að forsvarsmenn Tjarnarverks hafi sagt að hún mætti ekki fara úr eigninni. Hún segist hafa fengið val um tvo kosti - annað hvort að skrifa undir nýjan samning eða fara út.
Tengdar fréttir „Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45 Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
„Það er verið að flæma okkur í burtu“ Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. 30. júní 2015 12:45
Bæjarstjóri hefur fulla samúð með leigjendum: Hækkun á leiguverði ekki í samræmi við íbúðaverð Segir bæjaryfirvöld hafa enga aðkomu að þessu máli. 1. júlí 2015 10:37