Mynd um yngri ár Han Solo í bígerð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2015 10:35 Chewbacca og Han Solo í Force Awakens. Disney ætlar að gera kvikmynd um yngri ár Han Solo. Harrison Ford lék hann eftirminnilega í gömlu Star Wars myndunum og mun honum einnig bregða fyrir í nýjustu myndinni The Force Awakens. Þeir Christopher Miller og Phil Lord munu leikstýra myndinni, en þeir gerðu hina gífurlega vinsælu Lego mynd. Áætlað er að frumsýna myndina þann 25. maí 2018. Ekki liggur fyrir hverjir munu leika í myndinni. Á vef Hollywood Reporter segir að feðgarnir Lawrence og Jon Kasdan muni skrifa handrit myndarinnar, en Lawrence er einn þeirra sem skrifaði handrit The Empire Strikes Backo og Return of the Jedi. Hann kom einnig að The Force Awakens. Auk myndarinnar um Han Solo er einnig talið að unnið sé að mynd um uppruna Boba Fett, en Hollywood Reporter segir að enn sé leitað að leikstjóra þeirrar myndar. Auk þeirra vinnur Disney einnig að myndinni Rogue One. Hún fjallar um sveit uppreisnarmanna sem ætla sér að stela teikningunum af fyrsta Helstirninu. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Disney ætlar að gera kvikmynd um yngri ár Han Solo. Harrison Ford lék hann eftirminnilega í gömlu Star Wars myndunum og mun honum einnig bregða fyrir í nýjustu myndinni The Force Awakens. Þeir Christopher Miller og Phil Lord munu leikstýra myndinni, en þeir gerðu hina gífurlega vinsælu Lego mynd. Áætlað er að frumsýna myndina þann 25. maí 2018. Ekki liggur fyrir hverjir munu leika í myndinni. Á vef Hollywood Reporter segir að feðgarnir Lawrence og Jon Kasdan muni skrifa handrit myndarinnar, en Lawrence er einn þeirra sem skrifaði handrit The Empire Strikes Backo og Return of the Jedi. Hann kom einnig að The Force Awakens. Auk myndarinnar um Han Solo er einnig talið að unnið sé að mynd um uppruna Boba Fett, en Hollywood Reporter segir að enn sé leitað að leikstjóra þeirrar myndar. Auk þeirra vinnur Disney einnig að myndinni Rogue One. Hún fjallar um sveit uppreisnarmanna sem ætla sér að stela teikningunum af fyrsta Helstirninu.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira