Ásdís vann spjótkastið | Ísland í fimmta sæti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 20:09 Arna Stefanía hreppti brons og var einnig í hlaupaliði Íslands sem náði sínum öðrum besta tíma í sögunni vísir/frí Íslenska frjálsíþróttalandsliðið fór ágætlega af stað á fyrsta keppnisdegi 2. deildar Evrópumótsins í frjálsum, en mótið fer fram í Búlgaríu. Ísland er í fimmta sæti af átta liðum í afar sterkri deild. 4x100 metra sveit karla sló ársgamalt Íslandsmet á mótinu, en þeir Juan Ramon Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason komu í mark á 40,72 sekúndum. Fyrra metið stóð frá Tblisi í Evrópukeppninni í fyrra, en þá var nánast sama lið að undanskildum Ívar Kristni sem kom í stað Jóhans Björns Sigurbjörnsson.Sjá einnig: Arna Stefanía hreppti brons Stelpurnar stóðu sig einnig vel í 4x100 metra hlaupinu, en þær Steinunn Erla, Arna Stefanía, Hafdís og Hrafnhildur Eir hlupu á öðru besta tíma frá upphafi í dag eða á 46,22 sekúndur. Besti tíminn er frá 1996 eða 45,71 sekúnda. Hulda Þorsteinsdóttir lenti í öðru til þriðja sæti í stangarstökki kvenna, en Hulda stökk fjóra metra. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi, en hann kastaði lengst 18,55 metra. Aníta Hinriksdóttir var í öðru sæti í 800 metra hlaupi, en hún hljóp á 2:03,17. Það er þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hlynur Andrésson kom fimmti í mark í fimm kílómetrahlaupinu, en hann lenti í öðru sæti á tímanum 14:46,79. Hlynur verður aftur í eldlínunni á morgun, en þá keppir hann í þriggja kílómetra hlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna grein á mótinu, en hún kastaði spjótinu rúma 60 metra eða nánar tiltekið 60,06 metra. Ásdís lenti í fimmta sæti í kringlukasti. Hafdís Sigurðardóttir lenti í sjötta sæti í þrístökki, en hún stökk 12,77 metra. Hafdís keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 54,13 sekúndum og lenti í þriðja sæti - en karlamegin keppti Kolbeinn Höður Gunnarsson í sömu vegalengd og lenti í sama sæti. Hann hljóp á 47,52 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttalandsliðið fór ágætlega af stað á fyrsta keppnisdegi 2. deildar Evrópumótsins í frjálsum, en mótið fer fram í Búlgaríu. Ísland er í fimmta sæti af átta liðum í afar sterkri deild. 4x100 metra sveit karla sló ársgamalt Íslandsmet á mótinu, en þeir Juan Ramon Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason komu í mark á 40,72 sekúndum. Fyrra metið stóð frá Tblisi í Evrópukeppninni í fyrra, en þá var nánast sama lið að undanskildum Ívar Kristni sem kom í stað Jóhans Björns Sigurbjörnsson.Sjá einnig: Arna Stefanía hreppti brons Stelpurnar stóðu sig einnig vel í 4x100 metra hlaupinu, en þær Steinunn Erla, Arna Stefanía, Hafdís og Hrafnhildur Eir hlupu á öðru besta tíma frá upphafi í dag eða á 46,22 sekúndur. Besti tíminn er frá 1996 eða 45,71 sekúnda. Hulda Þorsteinsdóttir lenti í öðru til þriðja sæti í stangarstökki kvenna, en Hulda stökk fjóra metra. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi, en hann kastaði lengst 18,55 metra. Aníta Hinriksdóttir var í öðru sæti í 800 metra hlaupi, en hún hljóp á 2:03,17. Það er þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hlynur Andrésson kom fimmti í mark í fimm kílómetrahlaupinu, en hann lenti í öðru sæti á tímanum 14:46,79. Hlynur verður aftur í eldlínunni á morgun, en þá keppir hann í þriggja kílómetra hlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna grein á mótinu, en hún kastaði spjótinu rúma 60 metra eða nánar tiltekið 60,06 metra. Ásdís lenti í fimmta sæti í kringlukasti. Hafdís Sigurðardóttir lenti í sjötta sæti í þrístökki, en hún stökk 12,77 metra. Hafdís keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 54,13 sekúndum og lenti í þriðja sæti - en karlamegin keppti Kolbeinn Höður Gunnarsson í sömu vegalengd og lenti í sama sæti. Hann hljóp á 47,52 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira