Ensku strákarnir úr leik | Svíþjóð í undanúrslit á kostnað Ítalíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2015 20:39 Harry Kane átti ekki gott mót eftir frábært tímabil með Tottenham. vísir/getty Enska U21 árs landsliðið í fótbolta komst ekki upp úr riðli á Evrópumótinu í Tékklandi, en liðið tapaði lokaleik B-riðils gegn Ítalíu í kvöld, 3-1. England var 2-0 undir í hálfleik, en það fékk á sig tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Þau skoruðu Andrea Belotti, leikmaður Palermo, og Marco Benassi, leikmaður Torino. Benassi bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Ítalíu á 72. mínútu. Nathan Redmond minnkaði muninn, 3-1, fyrir England í uppbótartíma en það var of lítið og of seint. Vonbrigðin mikil hjá enska liðinu sem mætti með sterkt lið til leiks. Í hópnum var meðal annars Harry Kane, framherji Tottenham. Honum tókst þó ekki að skora á mótinu, en England skoraði aðeins tvö mörk í þremur leikjum. Þrátt fyrir sigurinn komust Ítalir ekki í undanúrslitin heldur stálu Svíar af þeim sætinu eftir dramatískar lokamínútur gegn Portúgal. Portúgal komst yfir í leik liðanna, 1-0, með marki á 82. mínútu en tap hefði sent Svíana heim. Simon Tibbling, leikmaður Groningen í Hollandi, var hetja sinna manna þegar hann tryggði Svíum jafntefli með marki á 89. mínútu, 1-1. Portúgal vann riðilinn með fimm stig og Svíþjóð fer áfram með fjögur stig. Svíþjóð og Ítalía fengu jafnmörg stig en Svíar fara áfram á betri árangri í innbyrðis viðureign liðanna þar sem leikur þeirra í riðlinum fór 2-1 fyrir Svíþjóð. Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Enska U21 árs landsliðið í fótbolta komst ekki upp úr riðli á Evrópumótinu í Tékklandi, en liðið tapaði lokaleik B-riðils gegn Ítalíu í kvöld, 3-1. England var 2-0 undir í hálfleik, en það fékk á sig tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Þau skoruðu Andrea Belotti, leikmaður Palermo, og Marco Benassi, leikmaður Torino. Benassi bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Ítalíu á 72. mínútu. Nathan Redmond minnkaði muninn, 3-1, fyrir England í uppbótartíma en það var of lítið og of seint. Vonbrigðin mikil hjá enska liðinu sem mætti með sterkt lið til leiks. Í hópnum var meðal annars Harry Kane, framherji Tottenham. Honum tókst þó ekki að skora á mótinu, en England skoraði aðeins tvö mörk í þremur leikjum. Þrátt fyrir sigurinn komust Ítalir ekki í undanúrslitin heldur stálu Svíar af þeim sætinu eftir dramatískar lokamínútur gegn Portúgal. Portúgal komst yfir í leik liðanna, 1-0, með marki á 82. mínútu en tap hefði sent Svíana heim. Simon Tibbling, leikmaður Groningen í Hollandi, var hetja sinna manna þegar hann tryggði Svíum jafntefli með marki á 89. mínútu, 1-1. Portúgal vann riðilinn með fimm stig og Svíþjóð fer áfram með fjögur stig. Svíþjóð og Ítalía fengu jafnmörg stig en Svíar fara áfram á betri árangri í innbyrðis viðureign liðanna þar sem leikur þeirra í riðlinum fór 2-1 fyrir Svíþjóð.
Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira