Redknapp: Ég hef ekkert fylgst með enskum konum spila fótbolta fyrr en nú Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 08:00 Eins og fleiri á Englandi fylgist Jamie Redknapp nú grannt með enska liðinu. vísir/getty „Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“ Fótbolti Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“
Fótbolti Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira