Enski boltinn

City með augastað á Wilshere

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hafi í huga að kaupa miðjumanninn Jack Wilshere frá Arsenal.

Wilshere er 23 ára gamall og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er orðaður við City. Félagið er sagt ætla að bjóða í kappann þrátt fyrir að Wilshere hafi verið að glíma við erfið meiðsli síðustu árin.

City hefur nú lagt fram tvö tilboð í Raheem Sterling hjá Liverpool en þeim hefur báðum veirð hafnað, samkvæmt fjölmiðlum ytra.

Wilshere skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Englands á Slóveníu í undankeppni EM 2016 um helgina og forráðamenn City eru sagðir leggja ofurkapp á að fá Englendinga til félagsins til að fylla kvóta um uppalda leikmenn.

Wilshere hefur leikið hjá Arsenal síðan hann var níu ára gamall og aðeins verið hjá öðru félagi þegar hann var lánsmaður hjá Bolton í nokkra mánuði árið 2010.


Tengdar fréttir

Ekkert farasnið á Wilshire

Talið er að Manchester City leiti logandi ljósi af Englendingum til að kaupa eftir að félagið missti James Milner, Frank Lampard og Micah Richards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×