Héldu upp á tökulok með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2015 15:00 Garðar og Rúnar Gunnlaugssynir mættu eru miklir aðdáendur Punktsins Gamanþættirnir Punkturinn hafa verið í tökum frá því í nóvember en aðaltökutímabilið var í maí með síðasta tökudegi 31. maí. Leikarar, tæknifólk, vinir og velunnarar héldu upp á tökulok með „wrap partý" þar sem skálað var fyrir vel heppnuðum tökum ásamt því að sýna nokkra sketsa sem eru væntanlegir með þáttunum á Stöð 2 í ágúst. Hópurinn á bak við Punktinn sat stíft allt síðastliðið ár yfir handritsgerð fyrir seríuna og er óhætt að segja að útkoman er frábær. Sýnishorn sem var sýnt í partýinu á föstudaginn fékk frábærar viðtökur gesta í salnum og greinilegt að húmorinn hjá Punktinum hittir beint í mark. Kjarninn í hópnum hefur verið að leika sér með gerð sketsa síðan í Menntaskólanum í Kópavogi og síðan hafa nokkrir einstaklingar bæst í hópinn og eftir stendur samheldin hópur hæfileikaríks fólks sem hefur ekkert annað á stefnuskránni en að framleiða gamanþætti þar sem ekkert er heilagt og allt er fyndið. Hópinn skipa Sindri Grétarsson, Bjarki Már Jóhannsson, Guðmundur Heiðar Helgason, Daníel Grímur Kristjánsson, Þórunn Guðlaugsdóttir, Egill Viðarsson, Viktor Bogdanski, Tanja Björk og Karl Lúðvíksson en til viðbótar er frábær hópur af leikurum og vinum í kringum hópum sem yfirleitt er kippt í þegar verið er að skipa í hlutverk. Punkturinn hefur verið á Youtube í nokkur ár og fengið góðar undirtektir. Þátturinn var einnig á Monitor á sínum tíma en stefndi alltaf á að fara í sjónvarp og núna koma þau til með að gleðja áhorfendur Stöðvar 2 frá 15. ágúst en þá fara þættirnir í loftið. Egill Viðarsson framleiðandi (t.v.) ásamt Bjarna félaga sínumVilhelm Bernhöft mætti með eiginkonunni ÍrisiÞórunn Guðlaugsdóttir leikkonaAðalleikarar Punktsins frá vinstri Daníel Grímur Kristjánsson, Guðmundur Heiðar Helgasson, Bjarki Már Jóhannsson og Þórunn GuðlaugsdóttirÞórunn, Bergþóra og Viktor fagna tökulokum á Punktinum Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Gamanþættirnir Punkturinn hafa verið í tökum frá því í nóvember en aðaltökutímabilið var í maí með síðasta tökudegi 31. maí. Leikarar, tæknifólk, vinir og velunnarar héldu upp á tökulok með „wrap partý" þar sem skálað var fyrir vel heppnuðum tökum ásamt því að sýna nokkra sketsa sem eru væntanlegir með þáttunum á Stöð 2 í ágúst. Hópurinn á bak við Punktinn sat stíft allt síðastliðið ár yfir handritsgerð fyrir seríuna og er óhætt að segja að útkoman er frábær. Sýnishorn sem var sýnt í partýinu á föstudaginn fékk frábærar viðtökur gesta í salnum og greinilegt að húmorinn hjá Punktinum hittir beint í mark. Kjarninn í hópnum hefur verið að leika sér með gerð sketsa síðan í Menntaskólanum í Kópavogi og síðan hafa nokkrir einstaklingar bæst í hópinn og eftir stendur samheldin hópur hæfileikaríks fólks sem hefur ekkert annað á stefnuskránni en að framleiða gamanþætti þar sem ekkert er heilagt og allt er fyndið. Hópinn skipa Sindri Grétarsson, Bjarki Már Jóhannsson, Guðmundur Heiðar Helgason, Daníel Grímur Kristjánsson, Þórunn Guðlaugsdóttir, Egill Viðarsson, Viktor Bogdanski, Tanja Björk og Karl Lúðvíksson en til viðbótar er frábær hópur af leikurum og vinum í kringum hópum sem yfirleitt er kippt í þegar verið er að skipa í hlutverk. Punkturinn hefur verið á Youtube í nokkur ár og fengið góðar undirtektir. Þátturinn var einnig á Monitor á sínum tíma en stefndi alltaf á að fara í sjónvarp og núna koma þau til með að gleðja áhorfendur Stöðvar 2 frá 15. ágúst en þá fara þættirnir í loftið. Egill Viðarsson framleiðandi (t.v.) ásamt Bjarna félaga sínumVilhelm Bernhöft mætti með eiginkonunni ÍrisiÞórunn Guðlaugsdóttir leikkonaAðalleikarar Punktsins frá vinstri Daníel Grímur Kristjánsson, Guðmundur Heiðar Helgasson, Bjarki Már Jóhannsson og Þórunn GuðlaugsdóttirÞórunn, Bergþóra og Viktor fagna tökulokum á Punktinum
Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira