Fótbolti

Rosenborg þurfti að sætta sig við jafntefli

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn. vísir/getty
Rosenborg er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir ellefu umferðir. Rosenborg mætti Tromsö á heimavelli í kvöld en náði aðeins jafntefli þrátt fyrir ákveðna yfirburði. Lokatölur urðu 1-1.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborgar og nældi sér í gult spjald.

Rosenborg hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu ellefu leikjum tímabilsins og það tap kom úr ólíklegustu átt, gegn Mjöndalen fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×