Enski boltinn

Rösler sestur í heitasta sætið á Englandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rösler er tekinn við Leeds.
Rösler er tekinn við Leeds. vísir/getty
Þjóðverjinn Uwe Rösler hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Leeds United. Rösler skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Rösler, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður með Manchester City og fleiri liðum, var síðast við stjórnvölinn hjá Wigan Athletic en var rekinn þaðan í nóvember á síðasta ári.

Ólíklegt verður að teljast að Rösler endist lengi í starfi en hann er fimmti knattspyrnustjóri Leeds á innan við ári.

Þolinmæði Massimo Cellino, stjórnarformanns Leeds, er ekki mikil og Rösler þarf því á góðri byrjun að halda til að lifa af í starfi.

Leeds endaði í 15. sæti B-deildarinnar í vetur en félagið hefur ekki verið í úrvalsdeildinni frá tímabilinu 2003-04.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×