Íslenski boltinn

Hjörvar: Aðstoðardómarinn var munurinn á liðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Strákarnir í Pepsi-mörkunum voru ekki hrifnir af frammistöðu aðstoðardómarans Odds Helga Guðmundssonar í leik Keflavíkur og Breiðabliks í 3. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Oddur dæmdi tvö lögleg mörk af Ellerti Hreinssyni, framherja Blika, í seinni hálfleik.

„Oddur Helgi aðstoðardómari var munurinn á liðunum. Hann tók tvö mörk af Breiðabliki,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, í þættinum í gær.

„Ég sé ekki á hvað hann er dæma rangstöðu. Þetta er alveg hryllilegt. Hann er nú venjulega nokkuð öflugur þarna á línunni,“ sagði Hjörvar um fyrra atvikið og Hjörtur Hjartarson var álíka hissa.

„Þeir eru þrír sem gerðu hann (Höskuld Gunnlaugsson) réttstæðan,“ sagði Hjörtur en umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.