Lífið

Sjóarinn sem hafið hafnaði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Róbert Guðfinnson
Róbert Guðfinnson vísir/stöð 2
Næsti viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki er jafnframt sá síðasti í vetur. Róbert Guðfinnson fór utan í góðærinu og kom aftur heim eftir kreppu með fullar hendur fjár og vinnur nú að uppbyggingu á Siglufirði.

Hann byrjaði sem strákur á sjónum en endaði sem einn aðaleigandi útgerðafélagsins Þormóðs ramma, seldi það og fjárfesti í útgerð í Mexíkó, sem skilaði gríðarlegum hagnaði.

Hann er með tvöfaldan ríkisborgararétt þar sem líf-faðir hans er Bandaríkjamaður og vann hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna. Róbert heldur tvö heimili, eitt á Siglufirði og annað í Bandaríkjunum.

Nú vinnur hann að byggingu golfvallar, nýs skíðasvæðis, lúxushótels og veitingahúss á hafnarbakkanum auk hátækni lyfjaverksmiðju svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfstætt fólk er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudag klukkan 19.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×