Jafnréttisráðstefnan í Hörpu: „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 20:15 Geena Davis er á leiðinni til Íslands og mun taka þátt í ráðstefnunni. Herdís gagnrýnir þátttökugjaldið. vísir Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“ Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“
Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00
Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17