Jafnréttisráðstefnan í Hörpu: „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 20:15 Geena Davis er á leiðinni til Íslands og mun taka þátt í ráðstefnunni. Herdís gagnrýnir þátttökugjaldið. vísir Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“ Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“
Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00
Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17