Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2015 12:46 Daniel Craig Vísir/Getty Njósnari hennar hátignar, James Bond, mun mögulega notast við SonyXperia Z4-síma í kvikmyndinni Spectre, en það yrði þá væntanlega vegna þess að Daniel Craig fær afar vel borgað fyrir að halda á þeim síma í myndinni. Samkvæmt þeim tölvupósti frá Sony sem er að finna á síðu Wikileaks, þá eru bæði Daniel Craig, sem fer með hlutverk Bonds, og leikstjóri Spectre, SamMendes, ekki aðdáendur SonyXperiaZ4. Í tölvupóstunum kemur fram að þeir vildu frekar nota besta símann á markaði fyrir Bond og hefðu þegar fengið tilboð frá Samsung. „Fyrir utan fjárhæðina þá snýst þetta einnig um að Sam og Daniel eru ekki hrifnir af Sony-símanum, þar sem Bond notar aðeins það besta og í þeirra huga er Sony-síminn ekki sá besti.“ Í einum tölvupóstanna kemur fram að Sony hafði boðið Daniel Craig fimm milljónir dollara, eða sem nemur um 680 milljónum íslenskra króna, fyrir að nota símann í myndinni. Lekinn á tölvupóstum frá Sony nær þó ekki yfir öll þessi samskipti og því er ekki vitað hvaða framleiðandi náði að semja við Bond-teymið. Samsung er sagt hafa boðið 50 milljónir dollara í heildina á móti 28 milljóna dollara tilboði frá Sony. Hvort sem Bond mun nota SonyXperiaZ4 eða SamsungGalaxyS6edge í næstu mynd verður ekki vitað fyrr en Spectre verður frumsýnd 6. nóvember næstkomandi en eitt er vitað og það er að Daniel Craig og SamMendes eru ekki hrifnir af Sony-símanum. Tengdar fréttir Sýnishorn úr nýjustu Bond-myndinni, Spectre Daniel Craig mætir aftur í hlutverki breska njósnarans James Bond. 28. mars 2015 00:09 Bilaður Bond Daniel Craig slasaðist á hné og þarf að fara í aðgerð. 7. apríl 2015 11:30 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Njósnari hennar hátignar, James Bond, mun mögulega notast við SonyXperia Z4-síma í kvikmyndinni Spectre, en það yrði þá væntanlega vegna þess að Daniel Craig fær afar vel borgað fyrir að halda á þeim síma í myndinni. Samkvæmt þeim tölvupósti frá Sony sem er að finna á síðu Wikileaks, þá eru bæði Daniel Craig, sem fer með hlutverk Bonds, og leikstjóri Spectre, SamMendes, ekki aðdáendur SonyXperiaZ4. Í tölvupóstunum kemur fram að þeir vildu frekar nota besta símann á markaði fyrir Bond og hefðu þegar fengið tilboð frá Samsung. „Fyrir utan fjárhæðina þá snýst þetta einnig um að Sam og Daniel eru ekki hrifnir af Sony-símanum, þar sem Bond notar aðeins það besta og í þeirra huga er Sony-síminn ekki sá besti.“ Í einum tölvupóstanna kemur fram að Sony hafði boðið Daniel Craig fimm milljónir dollara, eða sem nemur um 680 milljónum íslenskra króna, fyrir að nota símann í myndinni. Lekinn á tölvupóstum frá Sony nær þó ekki yfir öll þessi samskipti og því er ekki vitað hvaða framleiðandi náði að semja við Bond-teymið. Samsung er sagt hafa boðið 50 milljónir dollara í heildina á móti 28 milljóna dollara tilboði frá Sony. Hvort sem Bond mun nota SonyXperiaZ4 eða SamsungGalaxyS6edge í næstu mynd verður ekki vitað fyrr en Spectre verður frumsýnd 6. nóvember næstkomandi en eitt er vitað og það er að Daniel Craig og SamMendes eru ekki hrifnir af Sony-símanum.
Tengdar fréttir Sýnishorn úr nýjustu Bond-myndinni, Spectre Daniel Craig mætir aftur í hlutverki breska njósnarans James Bond. 28. mars 2015 00:09 Bilaður Bond Daniel Craig slasaðist á hné og þarf að fara í aðgerð. 7. apríl 2015 11:30 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Sýnishorn úr nýjustu Bond-myndinni, Spectre Daniel Craig mætir aftur í hlutverki breska njósnarans James Bond. 28. mars 2015 00:09