Lífið

Birta fyrstu myndina af Jared Leto sem Jókerinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Jared Leto með Óskarsverðlaunastyttuna sem hann hlaut fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Dallas Buyers Club.
Jared Leto með Óskarsverðlaunastyttuna sem hann hlaut fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Dallas Buyers Club. Vísir/Getty
Leikstjórinn David Ayer birti í gær ljósmynd á vefnum Instagram sem er sögð gefa ágætis vísbendingu um það hvernig Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto mun líta út sem illmennið Jókerinn í kvikmyndinni Suicide Squad.

Á myndinni er Leto með grænlitað hár, sem svipar til Jókersins, með myndavél á lofti en myndin er sögð vísun í fræga teikningu af Jókernum úr myndasögunni The Killing Joke.

Jókerinn í The Killing Joke.
Suicide Squad er væntanleg í kvikmyndahús á næsta á ári en hún segir frá ráðgerð yfirvalda að fá fangelsuð illmenni til að framkvæma leynileg en stórhættuleg verkefni gegn milduðum dómi.

Myndin er frá DC-Comics og mun innihalda ilmenni á borð við Harley Quinn, leikin af Margot Robbie, Deadshot, leikinn af Will Smith, Jókerinn, leikinn af Jared Leto, Captain Boomerang, leikinn af Jai Courtney, Rick Flagg, leikinn af Joel Kinnaman, og Enchantress, leikin af Cara Delevingne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×