Horfði á son sinn taka síðasta andardráttinn Edda Sif Pálsdóttir skrifar 7. apríl 2015 21:37 Í ágúst árið 1988 lenti lítill eins og hálfs árs drengur, Arent Pétur, í hræðilegu slysi þegar hann var úti að leika sér. Berglind Sveinsdóttir, móðir hans, sagði Íslandi í dag sögu Arents. „Það gerist ekki neitt“ Arent Pétur fæddist í lok febrúar árið 1987 og var sonur Berglindar og Jean Eggerts Hjartarsonar. „Hann var rosa mikill bílastrákur,“ segir Berglind um drenginn. „Hann sankaði að sér bílum og gat bara verið að leika sér með þá. Hann var hljóðlátur og það fór ekki mikið fyrir honum.“ Snemma sumars árið 1988 skildu Berglind og Jean og í ágúst hélt hún til Spánar í frí ásamt systur sinni og eldri systur Arents. Hann fór sjálfur í pössun til móðurömmu sinnar á Ísafirði fyrstu tvær vikurnar en þá þriðju var hann hjá pabba sínum í Reykjavík. Eftir að Berglind og systir hennar höfðu dvalið á Spáni í nokkra daga hringdi systirin heim til móður þeirra til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með börn hennar. „Það gerist ekki neitt, segi ég. Það er svolítið hræðilegt að ég skuli hafa sagt þetta, það gerist ekki neitt. Það er einhvern veginn svo langt frá manni að eitthvað gerist,“ segir Berglind. En síðar í fríinu, eftir að Arent var kominn til föður síns, fékk Berglind símtal frá lækni á Landspítalanum. „Hann segir mér að barnið mitt hafi lent í slysi, hafi drukknað. Hann sagði að hann væri lifandi, honum væri haldið sofandi , og hann gat eiginlega ekki sagt mér meir. Þeir eiginlega vissu ekkert meir.“Hafði dottið ofan í steinsteyptan pottArent hafði þá verið að leika sér fyrir utan hús föður síns í Skerjafirðinum og dottið ofan í steinsteyptan pott þar sem safnast hafði rigningarvatn. Berglind segir Arent þá hafa labbað á bakvið húsið í pollabuxum, úlpu og í stígvélum. „Það er þá komið þrjátíu sentímetra rigningavatn þarna ofan í. Hann dettur fram fyrir sig. Hann er í pollabuxum og það veldur því að það myndast eins og kútur á fæturna hans. Hann getur ekki staðið upp. Ef þú hugsar um barn á þessum aldri, jafnvel tveggja eða þriggja ára, þau standa ekkert upp. Þau detta og gráta þangað til að þau eru tekin upp. Þessi sjálfsbjargarviðleitni kemur ekkert strax.“ Hún segir Arent þá hafa legið lengi í vatninu. „Hann kólnar líka. Hann var orðinn kaldur þegar hann fannst.“Var voðalega saklaus að sjá Berglind fór með fyrstu vél til Íslands og beinustu leið á sjúkrahúsið þar sem Arent var haldið sofandi. Engir áverkar fundust á höfði drengsins né annars staðar svo allt bendir til að hann hafi einfaldlega ekki getað staðið upp úr vatninu. „Ég fór inn og sé hann þá þarna - barn og bleiu. Hann var bara með bleiu, með slöngu uppi í sér, liggur sofandi. Voðalega saklaus að sjá.“ Bráðlega kom svo í ljós hver staðan raunverulega var. „Mér var sagt að hann myndi ekki vita meira af sér. Hann væri farinn þannig. Væri fjölfatlaður. Þó að þú fáir að heyra þetta þá ertu í sjokki, ert dofinn. Þú ert kannski ekkert að meðtaka þessa hluti.“Kennir pabbanum um Berglind viðurkennir að hún hafi kennt pabba Arents um hvernig fór og geri raunar enn. „Auðvitað langar mig til að fyrirgefa honum. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því.“ Arent var útskrifaður af spítala hálfu ári eftir slysið og fylgdi þá móður sinni til Ísafjarðar þar sem honum var komið fyrir á sambýli. „Hann var þarna í ár áður en mér var tilkynnt að hann þyrfti að fara suður aftur. Þar væru sérfræðingarnir.“ Arent var í Reykjavík frá 1991 til 1997 og segir Berglind þann tíma hafa verið erfiðan þar sem hún hafi sjaldan komist til hans. „Ég sé eftir því að hafa ekki farið oftar suður. Ég sé líka eftir því að hafa ekki gert meira en ég gerði. En ég gerði auðvitað það besta sem ég gat á þeim tíma. Auðvitað vill maður alltaf gera betur, sama hvort það sé með hann eða hin börnin mín, þá vil ég alltaf gera betur.“ Árið 1997 var Arent fluttur aftur vestur á sambýlið Bræðratungu þar sem hann lést úr lungnabólgu, átján ára gamall, árið 2005. „Ég horfði á hann taka síðasta andardráttinn. Það er eitthvað sem maður vill ekkert gera. Ég er náttúrulega búin að sjá líf kvikna, en að sjá líf slokkna... Það er ekki eins hamingjusamt.“ Sjá má viðtalið við Berglindi í heild sinni í spilaranum að ofan. Áður hafði Berglind sagt Pressunni sögu sína. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Í ágúst árið 1988 lenti lítill eins og hálfs árs drengur, Arent Pétur, í hræðilegu slysi þegar hann var úti að leika sér. Berglind Sveinsdóttir, móðir hans, sagði Íslandi í dag sögu Arents. „Það gerist ekki neitt“ Arent Pétur fæddist í lok febrúar árið 1987 og var sonur Berglindar og Jean Eggerts Hjartarsonar. „Hann var rosa mikill bílastrákur,“ segir Berglind um drenginn. „Hann sankaði að sér bílum og gat bara verið að leika sér með þá. Hann var hljóðlátur og það fór ekki mikið fyrir honum.“ Snemma sumars árið 1988 skildu Berglind og Jean og í ágúst hélt hún til Spánar í frí ásamt systur sinni og eldri systur Arents. Hann fór sjálfur í pössun til móðurömmu sinnar á Ísafirði fyrstu tvær vikurnar en þá þriðju var hann hjá pabba sínum í Reykjavík. Eftir að Berglind og systir hennar höfðu dvalið á Spáni í nokkra daga hringdi systirin heim til móður þeirra til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með börn hennar. „Það gerist ekki neitt, segi ég. Það er svolítið hræðilegt að ég skuli hafa sagt þetta, það gerist ekki neitt. Það er einhvern veginn svo langt frá manni að eitthvað gerist,“ segir Berglind. En síðar í fríinu, eftir að Arent var kominn til föður síns, fékk Berglind símtal frá lækni á Landspítalanum. „Hann segir mér að barnið mitt hafi lent í slysi, hafi drukknað. Hann sagði að hann væri lifandi, honum væri haldið sofandi , og hann gat eiginlega ekki sagt mér meir. Þeir eiginlega vissu ekkert meir.“Hafði dottið ofan í steinsteyptan pottArent hafði þá verið að leika sér fyrir utan hús föður síns í Skerjafirðinum og dottið ofan í steinsteyptan pott þar sem safnast hafði rigningarvatn. Berglind segir Arent þá hafa labbað á bakvið húsið í pollabuxum, úlpu og í stígvélum. „Það er þá komið þrjátíu sentímetra rigningavatn þarna ofan í. Hann dettur fram fyrir sig. Hann er í pollabuxum og það veldur því að það myndast eins og kútur á fæturna hans. Hann getur ekki staðið upp. Ef þú hugsar um barn á þessum aldri, jafnvel tveggja eða þriggja ára, þau standa ekkert upp. Þau detta og gráta þangað til að þau eru tekin upp. Þessi sjálfsbjargarviðleitni kemur ekkert strax.“ Hún segir Arent þá hafa legið lengi í vatninu. „Hann kólnar líka. Hann var orðinn kaldur þegar hann fannst.“Var voðalega saklaus að sjá Berglind fór með fyrstu vél til Íslands og beinustu leið á sjúkrahúsið þar sem Arent var haldið sofandi. Engir áverkar fundust á höfði drengsins né annars staðar svo allt bendir til að hann hafi einfaldlega ekki getað staðið upp úr vatninu. „Ég fór inn og sé hann þá þarna - barn og bleiu. Hann var bara með bleiu, með slöngu uppi í sér, liggur sofandi. Voðalega saklaus að sjá.“ Bráðlega kom svo í ljós hver staðan raunverulega var. „Mér var sagt að hann myndi ekki vita meira af sér. Hann væri farinn þannig. Væri fjölfatlaður. Þó að þú fáir að heyra þetta þá ertu í sjokki, ert dofinn. Þú ert kannski ekkert að meðtaka þessa hluti.“Kennir pabbanum um Berglind viðurkennir að hún hafi kennt pabba Arents um hvernig fór og geri raunar enn. „Auðvitað langar mig til að fyrirgefa honum. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því.“ Arent var útskrifaður af spítala hálfu ári eftir slysið og fylgdi þá móður sinni til Ísafjarðar þar sem honum var komið fyrir á sambýli. „Hann var þarna í ár áður en mér var tilkynnt að hann þyrfti að fara suður aftur. Þar væru sérfræðingarnir.“ Arent var í Reykjavík frá 1991 til 1997 og segir Berglind þann tíma hafa verið erfiðan þar sem hún hafi sjaldan komist til hans. „Ég sé eftir því að hafa ekki farið oftar suður. Ég sé líka eftir því að hafa ekki gert meira en ég gerði. En ég gerði auðvitað það besta sem ég gat á þeim tíma. Auðvitað vill maður alltaf gera betur, sama hvort það sé með hann eða hin börnin mín, þá vil ég alltaf gera betur.“ Árið 1997 var Arent fluttur aftur vestur á sambýlið Bræðratungu þar sem hann lést úr lungnabólgu, átján ára gamall, árið 2005. „Ég horfði á hann taka síðasta andardráttinn. Það er eitthvað sem maður vill ekkert gera. Ég er náttúrulega búin að sjá líf kvikna, en að sjá líf slokkna... Það er ekki eins hamingjusamt.“ Sjá má viðtalið við Berglindi í heild sinni í spilaranum að ofan. Áður hafði Berglind sagt Pressunni sögu sína.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira