Fótbolti

Real skoraði tvö á síðustu 22 mínútunum | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fagna hér í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna hér í kvöld. Vísir/AFP
Real Madrid minnkaði forskot Barcelona aftur í fjögur stig eftir 2-0 útisigur á Rayo Vallecano í spænsku deildinni í fótbolta í kvöld.

Barcelona vann 4-0 sigur á Almería fyrr í kvöld en Real Madrid náði að landa þremur lífsnauðsynlegum stigum á erfiðum útivelli.

Real Madrid menn þurftu að sýna þolinmæði í kvöld en sóknin skilaði loksins mörkum á lokakafla leiksins.

Það var að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem braut ísinn á 68. mínútu og hann lagði síðan upp seinna markið fyrir James Rodríguez sex mínútum síðar.

Þetta var þrjú hundraðasta mark Cristiano Ronaldo fyrir Real Madrid en hann hefur skorað þau í aðeins 288 leikjum.

Ronaldo er nú kominn með 48 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum á þessu tímabili.

Cristiano Ronaldo kemur Real Madrid í 1-0 James Rodríguez kemur Real Madrid í 2-0

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×