Fótbolti

Dagný tryggði Bayern sigur | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagný fagnar marki sínu gegn Potsdam í kvöld.
Dagný fagnar marki sínu gegn Potsdam í kvöld. Vísir/Getty
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Bayern München er liðið hafði betur gegn Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 1-0.

Dagný var að venju í byrjunliði Bayern og spilaði allan leikinn. Sigurmarkið skoraði hún á 76. mínútu með skoti úr teignum. Þetta var hennar fyrsta deildarmark fyrir Bayern en hún gekk til liðs við félagið í upphafi ársins og hefur verið fastamaður í liðinu.

Aðeins mínútu eftir mark Dagnýjar fóru leikmenn Potsdam illa með gott færi og því varð niðurstaðan 1-0 sigur Bæjara.

Bayern komst aftur upp í annað sæti þýsku deildarinnar með sigrinum en liðið er með 44 stig, einu minna en topplið Wolfsburg. Frankfurt kemur næst með 43 stig og Potsdam er með 40 stig.

Uppfært 21.50: Hér má sjá samantekt úr leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×