Sport

Fjallið bætti eigið heimsmet í lóðakasti | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson er bestur í heimi að kasta lóði yfir rá.
Hafþór Júlíus Björnsson er bestur í heimi að kasta lóði yfir rá. vísir/getty
Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Evrópu, var ekki í verðlaunasæti á Arnold Strongman Classic-aflraunamótinu sem fram fór í Columbus í Ohioríki í Bandaríkjunum um helgina.

Zydrunas Savickas, sterkasti maður heims, vann keppnina í áttunda sinn og Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw varð annar.

Hafþór Júlíus afrekaði þó að bæta eigið heimsmet í lóðakasti á mótinu. Hann kastaði 25 kg lóði yfir 5,88 metra, en fyrra metið sem „Fjallið“ átti sjálft var 5,85 metrar.

Hér að neðan má sjá Hafþór Júlíus bæta eigið heimsmet en myndbandið setti hann sjálfur á Instagram-síðu sína.

Better angle of the World Record at 19'3 !

A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×