Enski boltinn

Áttundi heimasigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Arsenal sigraði West Ham nokkuð þægilega 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er eftir sigurinn einu stigi á eftir Manchester City sem er í öðru sætinu.

Oliver Giroud skoraði fyrsta markið á lokasekúndum fyrri hálfleiks og staðan var 1-0 í hálfleik. Mikil bið var eftir öðru markinu, en Aaron Ramsey kom Arsenal í 2-0 níu mínútum fyrir leikslok.

Mathieu Flamini skoraði svo þriðja og síðasta mark Arsenal sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur, nokkuð þægilegur 3-0 sigur heimamanna. Áttundi heimasigur Arsenal í röð.

Arsenal er í þriðja sætinu með 57 stig, en Manchester City er í öðru sætinu með 58. West Ham hefur fatast flugið og er í tíunda sæti deildarinnar með 39 stig.

Giroud: 2-0: 3-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×